Manchester City spilaði frábæran leik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle á heimavelli.
Omar Marmoush átti stórleik fyrir City en hann skoraði þrennu í mjög öruggum 4-0 sigri heimaliðsins.
Þetta var fyrsta þrenna Marmoush á félagsferlinum en hann kom til City í janúarglugganum frá Frankfurt.
Aston Villa þurfti að sætta sig við heldur betur svekkjandi jafntefli gegn Ipswich en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Ipswich spilaði allan seinni hálfleik manni færri eftir að Axel Tuanzebe hafði fengið rautt spjald en heimamönnum mistókst að tryggja sigur.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Manchester City 4 – 0 Newcastle
1-0 Omar Marmoush(’19)
2-0 Omar Marmoush(’24)
3-0 Omar Marmoush(’33)
4-0 James McAtee(’84)
West Ham 0 – 1 Brentford
0-1 Kevin Schade(‘4)
Southampton 1 – 3 Bournemouth
0-1 Dango Outtara(’14)
0-2 Ryan Christie(’17)
1-2 Kamaldeen Sulemana(’72)
1-3 Marcus Tavernier(’83)
Aston Villa 1-1 Ipswich
0-1 Liam Delap(’56)
1-1 Ollie Watkins(’69)
Fulham 2 – 1 Nott. Forest
1-0 Emile Smith Rowe(’15)
1-1 Chris Wood(’37)
2-1 Calvin Bassey(’62)