Eggert Aron Guðmundsson er orðinn leikmaður Brann í Noregi en þetta varð staðfest nú í dag.
Eggert kemur til Brann frá Elfsborg í Svíþjóð en hann er á Spáni með liðinu í æfingaferð þessa stundina.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og vildi mikið fá Eggert til félagsins sem var áður hjá Stjörnunni hér heima.
Eggert spilaði lítið fyrir Elfsborg á síðustu leiktíð og voru allar líkur á því að hann myndi leita annað á þessu ári.
Miðjumaðurinn er aðeins 21 árs gamall og er afskaplega efnilegur en hann hefur áður verið valinn í A landsliðshóp.