Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur útskýrt hvernig Kai Havertz meiddist en hann verður frá út tímabilið eftir æfingaferð í Dúbaí.
Havertz meiddist á æfingu hjá Arsenal en hann var að reyna að verjast skoti eftir fast leikatriði sem varð til þess að hann sleit liðband.
Arteta staðfestir þetta sjálfur en Arsenal þarf nú að spila án lykilmanns næstu mánuðina.
,,Hann ætlaði að koma í veg fyrir skot og teygði sig fram sem varð til þess að hann fann til aftan í læri,“ sagði Arteta.
,,Við höfðum átt mjög góðan tíma í Dúbaí, við vorum að hlaða batteríin og vorum að æfa. Við vorum ekki að búast við meiðslum á þennan hátt.“
,,Þetta er mikið áfall fyrir okkur, augljóslega. Hann var að reyna að stöðva skot eftir fast leikatriði og fann til í lærinu í kjölfarið.“