Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi misst af jöfnunarmarki Everton gegn Liverpool í miðri viku.
Um var að ræða virkilega dramatískan leik en honum lauk með 2-2 jafntefli á Goodison Park.
Arteta reyndi að fylgjast með því sem var í gangi en hann missti samband undir lok leiks áður en Everton jafnaði í 2-2 á 98. mínútu.
,,Það væri betra ef ég myndi sleppa því að segja ykkur hvað gerðist!“ sagði Arteta við blaðamenn en hans menn eru í titilbaráttu við Liverpool.
,,Nei, nei, nei, þetta var ansi fyndið því ég missti sambandið á síðustu stundu. Ég var að horfa í iPadnum og hann missti samband. Við vissum ekki alveg hvað var í gangi.“
,,Það er það fallega við fótbolta, allt getur gerst og það á við um alla. Það er svo erfitt fyrir lið að vinna leiki í þessari deild.“