Chelsea verður án lykilmanns næstu vikurnar en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest.
Nicolas Jackson meiddist nýlega og var ekki með liðinu gegn Brighton í slæmu 3-0 tapi í gærkvöldi.
Noni Madueke hefur verið lykilmaður hjá Chelsea á þessu tímabili en hann fór af velli snemma leiks í þessu tapi.
Maresca staðfesti það eftir leik að um nokkuð slæm meiðsli væri að ræða og verður Madueke frá í dágóðan tíma.
Það eru alls ekki góðar fréttir fyrir Chelsea sem er í hættu á því að missa af Meistaradeildarsæti.