Amad Diallo verður frá út tímabilið og mun ekki spila meira með Manchester United á næstu vikum og mánuðum.
Frá þessu er greint í dag en um er að ræða lykilmann United sem hefur verið mjög flottur á þessu tímabili.
Samkvæmt nýjustu fregnum verður Amad frá í allt að 3-4 mánuði en hann er að glíma við ökklameiðsli.
Þetta er mikið áfall fyrir Ruben Amorim og hans menn í Manchester sem hafa ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu.
Amad meiddist fyrr í vikunni og mun að öllum líkindum ekkert spila þar til á næsta tímabili.