Kylian Mbappe mun snúa aftur í franska landsliðið í mars en þetta hefur landsliðsþjálfarinn sjálfur staðfest.
Didier Deschamps er landsliðsþjálfari Frakka en hann hefur ekki valið Mbappe í síðustu tvö verkefni.
Það var í raun ekki ákvörðun Deschamps en Mbappe sjálfur hafði ekki áhuga á að taka þátt á þessum tímapunkti.
Það var mikið talað um þetta mál á sínum tíma en Mbappe sást s kemmta sér ásamt vinum sínum í Svíþjóð á meðan þeir frönsku spiluðu í Þjóðadeildinni.
,,Auðvitað verður hann þarna, af hverju væri hann ekki í hópnum?“ sagði Deschamps um Real Madrid stjörnuna.