Cristiano Ronaldo var tekjuhæsti íþróttamaður í heimi árið 2024 með 260 milljónir dollara á árinu eða 36,7 milljarða króna.
Ronaldo hafði mikla yfirburði en Stephen Curry í körfubolta er í öðru sæti með 14 milljörðum minna í laun fyrir árið 2024.
Ljóst er að knattspyrnumenn sem leika í Sádí Arabíu hafa það gott.
Tyson Fury sem er boxari þénaði vel og sömu sögu er að segja af Lebron James sem líkt og Curry er í körfubolta.
Þetta er annað árið í röð sem Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður í heimi en listann má sjá í færslunni hér að neðan.