„Laun og bifreiðastyrkur til formanns námu um 20,2 m.kr,“ segir í ársreikningi KSÍ sem var birtur í dag og þar er fjallað um laun Þorvaldar Örlygssonar í starfi á síðasta ári.
Þorvaldur tók við í febrúar en framkvæmdarstjóri sambandsins fékk 20,8 milljónir í laun.
Ljóst er að þau laun fóru til þriggja aðila, Klöru Bjartmarz sem hætti á síðasta ári, Jörundar Áka Sveinssonar sem starfaði þar tímabundið og nú er Eysteinn Pétur Lárusson í starfinu.
Launakostnaður við skrifstofu KSí hækkaði um 25 milljónir á milli ára og var 333 milljónir með öllum gjöldum árið 2024.
Ársþing KSÍ fer fram eftir rúma viku.