Mason Greenwood framherji Marseille og unnusta hans Harriet Robson eignuðust sitt annað barn í vikunni.
Eldra barn þeirra fæddist sumarið 2023.
Greenwood og Hariet eignuðust stúlku í þessari viku en fyrir áttu þau Summer sem verður tveggja ára síðar á þessu ári.
Fjölskyldan virðist njóta lífsins í Frakklandi en Greenwood var seldur til Marseille frá Manchester United síðasta sumar.
Greenwood var árið 2022 handtekinn af lögreglu eftir að Robson birti myndir og myndbönd af meintum áverkum eftir ofbeldi Greenwood.
Enski sóknarmaðurinn hefur síðan á ekki spilað fyrir United og var seldur til Frakklands í sumar eftir lándsvöl á Spáni. Í Frakklandi hefur Greenwood blómstrað innan vallar og lífið utan vallar virðist einnig leika við parið.