Brighton 3 – 0 Chelsea
1-0 Kaoru Mitoma(’27)
2-0 Yankuba Minteh(’38)
3-0 Yankuba Minteh(’63)
Chelsea fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið mætti Brighton ´ði annað sinn á stuttum tíma.
Brighton er nýbúið að slá Chelsea úr leik í enska bikarnum og mistókst gestum kvöldsins að hefna fyrir það.
Chelsea var mjög ósannfærandi í þessum leik en Brighton hafði betur með þremur mörkum gegn engu.
Chelsea er enn í fjórða sæti deildarinnar en er nú heilum 14 stigum frá toppsæti Liverpool.