Barcelona ætlar að taka slaginn við Arsenal næsta sumar en frá þessu greinir El Chiringuito á Spáni.
Barcelona er að leita að eftirmanni Robert Lewandowski sem er orðinn 36 ára gamall og á ekki mörg ár eftir.
Arsenal telur sig vera í bílstjórasætinu um sóknarmanninn Alexander Isak sem spilar með Newcastle og er mögulega fáanlegur í sumar fyrir um 120 milljónir punda.
Newcastle vill alls ekki selja sinn besta leikmann en líkur eru á því að Isak vilji sjálfur semja við stærra félag í Evrópu.
Barcelona telur sig geta borgað þessa upphæð fyrir Isak sem er í raun nokkuð óvænt þar sem fjárhagsstaða félagsins er ekki góð.