The Times í Englandi segir frá því að áfengi verði með öllu bannað á Heimsmeistaramótinu í Sádí Arabíu árið 2034.
Sádar hafa tryggt sér það að halda mótið það árið en sendiherra Sádí Arabíu í Bretlandi segir frá þessu.
Áfengi er í reynd með öllu bannað í Sádí Arabíu og enginn afsláttur verður gefin af þeim reglum þegar mótið fer fram.
Mótið árið 2022 fór fram í Katar þar sem strangar reglur gilda einnig en það var þó í boði á ákveðnum stöðum .
Sádarnir eru stórhuga fyrir mótið og ætla sér að byggja marga glæsilega velli.