Ummæli varnarmannsins Virgil van Dijk vöktu svo sannarlega athygli en hann tjáði sig eftir leik Liverpool við Everton í gær.
Van Dijk er eins og flestir vita á mála hjá Liverpool en hans menn gerðu 2-2 jafntefli á útivelli við grannana í gær.
Það var mikill hiti í þessum leik en Everton jafnaði metin þegar um 98 mínútur voru komnar á klukkuna.
Everton er ekki að keppa um mikið á þessu tímabili og stefnir einungis að því að forðast fallbaráttuna.
,,Við vitum öll að þetta eru þeirra bikarúrslit,“ sagði Van Dijk kokhraustur eftir viðureignina.
,,Þeir reyna að gera okkur eins erfitt fyrir og þeir geta,“ bætti sá hollenski við en Liverpool tapaði þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni.