Flestir stuðningsmenn voru í raun orðlausir í gær eftir að hafa lesið leikjadagskrána á Goodison Park í gær.
Liverpool heimsótti þar Everton í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni en honum lauk með 2-2 jafntefli.
Enginn annar en Mikel Arteta var sjáanlegur í dagskránni sem stuðningsmenn gátu keypt fyrir fjögur pund í afgreiðslunni.
Arteta er eins og margir vita stjóri Arsenal í dag en hans menn eru í titilbaráttu við Liverpool – Spánverjinn var á sínum tíma leikmaður Everton.
Mynd af Arteta fagna marki var sjáanleg í umtalaðri dagskrá en hann er væntanlega ánægður með sitt fyrrum félag sem náði í stig gegn toppliðinu.
,,Þetta hefði getað endað illa, en endaði vel!“ skrifar einng um myndina og annar bætir við: ,,Þetta var áhætta en hún borgaði sig! Áfram Everton!“
Myndina má sjá hér.