Víkingur Reykjavík spilaði við gríska stórliðið Panathinaikos í Sambandsdeildinni í kvöld en leikið var í Helsinki í Finnlandi.
Það var ekki möguleiki fyrir Víkinga að spila leikinn hér heima samkvæmt UEFA og var hann því haldinn erlendis.
Víkingar héldu áfram að skrá sig í sögubækurnar í kvöld og unnu þá grísku með tveimur mörkum gegn einu.
Víkingur komst í 2-0 í leiknum en fékk svo á sig svekkjandi mark úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson sáu um að skora mörkin og má sjá þau hér fyrir neðan.
DAVÍÐ. ÖRN. ATLAAAASON. 1-0. KOMA SVOOOOOOO pic.twitter.com/nu9x9CqwYv
— Víkingur (@vikingurfc) February 13, 2025
2-0 in HEL. MATTHÍAS VILHJÁLMSSON!! KOMA SVOOOO pic.twitter.com/uv3KYNzY3f
— Víkingur (@vikingurfc) February 13, 2025