Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United segist meðvitaður um það að ákvarðanir hans að halda áfram að taka til í rekstri félagsins verði ekki vinsælar en telur þær nauðsynlegar.
Guardian segir frá. Ratcliffe sem á 28 prósenta hlut í United tók ákvörðun að reka 200 starfsmenn til viðbótar í vikunni.
Þetta er ofan á þá 250 starfsmenn sem Ratcliffe léet reka fyrir jól.
Hann telur þetta nauðsynlega ákvörðun til að laga rekstur United en félagið hefur tapað miklum fjármunum síðustu ár.
Einnig er ljóst að United er að lækka launakostnað hjá leikmönnum en hann telur að með þessu geti hann komið félaginu aftur í fremstu röð á næstu árum.
🚨 | Sir Jim Ratcliffe believes his decision to cut about 200 more jobs at #mufc is necessary to help the club avoid going bust.
He is said to feel he has little choice other than to take tough measures after United lost £300m over the past three years but is confident that… pic.twitter.com/h4PswsYlaK
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 12, 2025