Mirwan Suwarso, forseti Como á Ítalíu, hefur staðfest það að félagið hafi í raun reynt það ómögulega í janúarglugganum.
Como reyndi að fá Marcus Rashford í sínar raðir frá Manchester United en hann var fáanlegur í glugganum.
Rashford var á sínum tíma einn öflugasti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en er í dag í láni hjá Aston Villa.
,,Við reyndum hvað við gátum til að hjálpa stjóranum að fá þá leikmenn sem myndu hjálpa hans leikstíl,“ sagði Suwarso.
,,Já við reyndum við Rashford en við vitum að við erum minna félag og það eru ákveðnir aðilar sem taka okkur ekki alvarlega.“
,,Þegar þessi stóru prófílar heyra af Como þá segja þeir nei, þeir vilja spila í Meistaradeildinni.“