Jack Edward Coles 39 ára gamall knattspyrnudómari frá Bretlandi var handtekinn í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að hafa hitt 14 ára dreng og brotið kynferðislega á honum.
Coles var handtekinn í Miami en þar var hann í verkefni á vegum FIFA.
Hann er starfsmaður FIFA í SViss en hann fór að spjalla við drenginn í gegnum forritið Grindr og bauð honum á hótelið sitt.
Coles segist ekki hafa vitað að drengurinn hafi verið 14 ára, drengurinn sagðist vera 16 ára samkvæmt Coles.
„FIFA veit af þessu máli í Miami, ásakanirnar eru mjög alvarlega og hafa ekkert að gera með starf hans fyrir FIFA,“ sagði í yfirlýsingu FIFA.