fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Arnar uppljóstraði um atvik síðasta sumar þegar Gylfi Þór varð mjög reiður út í samherja sína – Gerðu þetta tveimur dögum fyrir leik

433
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Vals var í viðtali í hlaðvarpinu Chess after Dark þar sem hann ræddi síðasta sumar á Hlíðarenda, Arnar var rekinn úr starfi um mitt tímabil.

Arnar ræddi um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins og sagði frá því að Gylfi hefði orðið mjög reiður við liðsfélaga sína þegar þeir hugsuðu ekki nógu vel um sig að hans mati.

„Góður vinur minn sagði við mig að ég væri að setja þvílíka pressu á mig, auðvitað var það þannig,“ sagði Arnar í viðtalinu um komu Gylfa til Vals síðasta vor.

„Ég horfði samt ekki á það þannig, ég vissi hvernig drengur þetta væri. Þegar ég var að vinna erlendis notaði ég hann sem fyrirmynd, þegar ég ræddi við unga drengi og hvernig hann kom áfram.“

„Svo gerist það að hann lendir í meiðslum, er mikið meiddur. Hann spilar en er ekki 100 prósent, er að dæla í sig drasli. Æfði eitthvað en þetta var mjög erfitt, hann stóð sig samt vel.“

„Gylfi er ekki að koma heim og vera ánægður að koma í Val og fá eitthvað, honum langaði að vinna eitthvað.“

Hann segir svo frá sögu sem gerðist í klefanum hjá Val þegar nokkrir leikmenn Vals fóru í golf stuttu fyrir leik.

„Það kom upp tveimur dögum fyrir leik einu sinni að einhverjir fóru í golf, hann snappaði. Fyrir mér er það tabú, hann er mikill golfari en honum myndi aldrei detta það til hugar.“

„Ef þú ert að fá borgað í kringum milljón eins og margir hérna heima, það eru 2-3 leikir í viku og svo spilarðu tvo golfhringi inni á milli. Ég er dauðþreyttur að labba 10-11 kílómetra í golfi, endurheimtin er betri uppi í rúmi. Fótbolta er vinna þegar þú færð laun, það er alvara hér heima.·“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
433Sport
Í gær

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep
433Sport
Í gær

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur