Fiorentina á Ítalíu hefur hafnað því að fá miðjumanninn Paul Pogba í sínar raðir en frá þessu greina ítalskir miðlar.
Pogba er að leita sér að félagsliði þessa stundina en hann má byrja að spila aftur í mars eða eftir nokkrar vikur.
Pogba hefur verið í banni frá fótbolta vegna ólöglegrar steranotkunar og var samningi hans við Juventus rift.
Samkvæmt nýjustu fregnum fékk Fiorentina boð um að fá Pogba í sínar raðir en hafði lítinn áhuga á að semja við þann franska.
Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina en Pogba heimtaði allt of há laun að sögn ítalskra miðla og verður ekki liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins.