Tottenham er komið langt með viðræður við aðila frá Katar um að kaupa félagið. Þetta segir frétt Guardian.
Aðilar frá Katar vilja kaupa félagið og hefur samtalið verið í gangi síðustu vikur.
Guardian segir að aðilarnir frá Katar vilji þó ekki breyta miklu í stjórnun félagsins og vilja halda Daniel Levy í starfi.
Levy hefur verið stjórnarformaður félagsins um langt skeið og stýrt rekstri af harðri hendi.
Aðilarnir frá Katar vilja halda honum í starfi en samstarfið er sagt langt komið og gæti farið að draga til tíðinda.