Víkingur R. hefur hætt þátttöku í Lengjubikar karla 2025. Leikir liðsins í mótinu falla því niður.
Frá þessu er greint á vef KSÍ en ekki er fjallað nánar um málið.
Víkingur er á leið í verkefni gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni og leikur þar tvo leiki á næstunni.
Liðið átti að mæta ÍR um helgina í Lengjubikarnum en nú hefur liðið ákveðið að hætta við þáttöku.