Barcelona er farið að sýna Viktor Gyökeres, framherja Sporting, áhuga samkvæmt spænska miðlinum Sport.
Börsungar eru í leit að framherja fyrir næsta sumar og er Svíinn þar á blaði, en hann hefur verið ótrúlegur fyrir Sporting síðan hann flutti til Portúgal fyrir síðustu leiktíð.
Gyökeres hefur verið orðaður við fleiri stórlið, þar á meðal sterklega við Manchester United undanfarna daga.
Barcelona sér hins vegar fyrir sér að nýta gott samband sitt við Sporting til að vinna kapphlaupið um hann. Félögin hafa átt farsæl viðskipti í gegnum tíðina.