fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433Sport

Stuðningsmenn City stráðu salti í djúp sár Vinicius Junior – Sjáðu borðann sem þeir mættu með

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester City sendu alla tertuna í andlitið á Vinicius Junior leikmanni Real Madrid fyrir leikinn í gær vegna Gullknattarins.

Vini Jr. fór í mikla fýlu og Real Madrid líka þegar Rodri var kjörinn besti leikmaður heims á síðastsa ári, neitaði Vini og allt félagið að mæta á verðlaunahátíðina í gær.

Stuðningsmenn City frumsýndu rosalegan borða fyrir leik liðanna í Meistaradeildinin í gær.

Getty Images

City tók á móti Real Madrid í frábærum leik í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Real Madrid byrjaði leikinn betur en það var þó Erling Braut Haaland sem kom heimamönnum yfir eftir um 20 mínútna leik. City leiddi 1-0 í hálfleik.

Þannig var staðan allt þar til klukkutími var liðinn, en þá jafnaði Kylian Mbappe. Þegar tíu mínútur lifðu leiks dró aftur til tíðinda. Phil Foden fór auðveldlega niður í teignum eftir viðskipti við Dani Ceballos og fékk víti. Haaland fór á punktinn og skoraði af öryggi. City yfir á ný.

Það stefndi í að City færi með forskot í seinni leikinn á Spáni í næstu viku en allt kom fyrir ekki. Brahim Diaz jafnaði á ný á 86. mínútu og Jude Bellingham skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir algjört rugl í varnarlínu City enn á ný.

Erfitt tímabil City heldur því áfram. Liðið er fyrir utan Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni og rétt komst inn í þetta umspil Meistaradeildarinnar.

Seinni leikur liðanna er á miðvikudag í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Arsenal

Gríðarlegt áfall fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Enn eitt höggið í maga Arsenal

Enn eitt höggið í maga Arsenal
433Sport
Í gær

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“