fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433Sport

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“

433
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 18:30

Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir knattspyrnukona frá Dalvík glímdi við átröskun sem gekk svo langt að henni var vart hugað líf. Hún fór úr því á tveimur árum að vera hraust íþróttakona í það að vera ósjálfbjarga vegna næringarskorts. Snædís sagði sögu sína í Kastljósi í gær.

Snædís var mjög efnileg knattspyrnukona þegar boðið var upp á fitumælingu, sú mæling kom þannig út að Snædís gat ekki hugsað sér neitt annað en að grennast og það hafði gríðarleg áhrif á líf hennar.

Snædís varð 30 kíló og endaði á sjúkrahúsi þar sem ástand hennar var mjög tvísýnt. „Ég tók þetta upp, ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi. Ég ætlaði að hafa þetta svona seinasti dagurinn minn,“ sagði Snædís Ósk við Kastljós.

Móðir Snædísar segir ekki hafa verið hægt að gera neitt til að tala hana af þessu. „Það var sama hvað ég sagði og við, hún var ekki tilbúin að hlusta.“

Snædís hélt svo áfram. „Mamma sýndi mér oft myndir af mér þegar ég var lítil og spurði hvort ég myndi ekki gefa þessari stelpu að borða.“

Hún segir frá því hvað varð til þess að sjúkdómurinn fór að herja á hana. „Síðan er boðið upp á fitumælingu, ég er mjög mikil keppnismanneskja og tek þátt í því. Ég kem út úr því sem yfir meðallagi, ekki íþróttamaður. Það hafði mjög mikil áhrif á mig, ég er tvítug.“

„Eftir áramótin set ég mér markmið að léttast um tíu kíló, tók þetta með öfgum. Maður verður að passa, þetta fer í keppnismanneskjur. Þetta getur farið illa með mann.“

Þegar veikindin voru sem verst óttaðist Snædís að dagar hennar væru hreinlega taldir. „Það fara allir að hafa áhyggjur af mér, ég hlustaði ekki og ætlaði að ná mínum markmiðum. Þetta varð vítahringur sem hélt áfram.“

„Ég átti erfitt með að labba, setjast, þegar ég sat með fólkinu að borða þá hætti að ég geta nota hnífapör. Ég horfði á fólkið í kringum mig og hermdi eftir því.“

Snædís endaði á sjúkrahúsi og var flutt til Reykjavíkur þar sem bataferli hennar hófst, hún telur sig hafa góða tök á sjúkdómnum í dag og óttast ekki að fara aftur sömu leið.

Innslagið með Snædísi er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enska félagið hafði betur gegn Barcelona og Real Madrid

Enska félagið hafði betur gegn Barcelona og Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld
433Sport
Í gær

Fór í sögubækurnar í fyrra – Nú fallinn frá 26 ára gamall

Fór í sögubækurnar í fyrra – Nú fallinn frá 26 ára gamall
433Sport
Í gær

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“