Manchester City hefur mikinn áhuga á að fá Florian Wirtz til liðs við sig frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Sky í Þýskalandi greinir frá.
Pep Guardiola, stjóri City, er mikill aðdáandi hins 21 árs gamla Wirtz, sem hefur farið á kostum með Leverkusen.
City reyndi samkvæmt fréttum að fá Wirtz strax í janúar. Það tókst ekki og munu Englandsmeistararnir reyna aftur í sumar.
Samningur Wirtz við Leverkusen rennur út 2027 en er hann nálægt því að framlengja um eitt ár. Í þeim samningi verður þó klásúla sem gerir kappanum kleift að fara fyrir rétta upphæð á næsta ári.