Alexander Rafn Pálmason er búinn að skrifa undir fyrsta samninginn við KR, en hann verður 15 ára á árinu.
Alexander, sem er sonur Pálma Rafns Pálmasonar framkvæmdastjóra KR, varð síðasta sumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild hér á landi. Hann var töluvert viðloðinn meistaraflokkinn í sumar.
Alexander skrifar undir til 2027 í Vesturbænum.
Tilkynning KR
Alexander Rafn Pálmason (2010) hefur skrifað undir samning við KR út keppnistímabilið 2027. Alex er mikið efni og hefur verið á reynslu hjá FCK og Nordsjælland á liðnum vikum. Alex hóf ferlilinn sinn í Gróttu en færði sig yfir í KR í 5. flokki. Alex æfir og hefur spilað leiki fyrir meistaraflokk félagsins og Alex á 3 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Til hamingju með fyrsta samninginn Alexander Rafn.