Chelsea hefur farið fram á það að Kendry Paez ungstirni frá Ekvador mæti strax til æfinga hjá félaginu frekar en að mæta næsta sumar.
Paez er 17 ára gamall en Chelsea hefur keypt hann frá Independente del Valle í Ekvador á 17,2 milljónir punda.
Samningurinn var þannig að Paez átti að mæta á Stamford Bridge næsta sumar en Chelsea vill hann strax til æfinga.
Tímabilið í Ekvador byrjar í mars en Chelsea vill frekar að Paez æfi með félaginu frekar en að spila nokkra leiki með Independente del Valle.
„Chelsea hefur farið fram á það að hann komi sem fyrst til að aðlagast Evrópu,“ sagði Luis Fernando Saritama þjálfari liðsins.