Fimm létust, þar á meðal fjórar fótboltakonur, í leik á móti í Kólumbíu á dögunum.
Fótboltamót stóð yfir í landinu þegar eldingu laust niður í tré við völlinn þar sem það fór fram, en þar höfðu konurnar leitað skjóls.
Fótboltakonurnar heita Jeidy Morales, Daniela Mosquera, Luz Lame og Etelvina Mosquera. Tvær konur til viðbótar voru svo fluttar á sjúkrahús vegna áverka.
Kveðjum hefur ringt inn í kjölfar þessa afar sorglega atburðar.
„Þvílíkt sorglegar fréttir. Hvíldu í friði Daniela,“ skrifað vinkona einnar þeirra til að mynda.
Í nóvember á síðasta ári lést knattspyrnumaður við að spila fótboltaleik í Perú. Fleiri slösuðust.