Sádiarabíska félagið Al-Nassr gerði tvö tilboð í Darwin Nunez, framherja Liverpool í félagaskiptaglugganum í janúar. Fabrizio Romano segir frá.
Nunez, sem hefur ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans er hann kom til Liverpool 2022, var orðaður við Sádí í janúarglugganum og nú er ljóst að tilboð voru lögð fram.
Allir aðilar voru nálægt því að semja samkvæmt Romano en að lokum ákvað Liverpool að selja Nunez ekki. Spilaði þar inn í að félagið væri ekki með neinn leikmann í staðinn.
Nunez er 25 ára gamall og er hann með sex mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni.
Samningur Nunez á Anfield rennur út 2028.
🚨🔴 Al Nassr made two bids for Darwin Nunez in January, ‘financial’ agreement was very close between all parties involved…
…then Liverpool rejected: no replacement, no plans to overpay, respect for Slot plans, busy summer ahead.
More @GiveMeSport ⤵️ https://t.co/98VxgfXSc2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 11, 2025