Ruben Amorim hefur stýrt Manchester United í tuttugu leikjum en það hefur gengið á ýmsu frá því að Portúgalinn tók til starfa á Old Trafford.
Amorim hefur unnið tíu af þessum leikjum, tapað átta af þeim og gert tvö jafntefli sem stjóri United.
Miklar væntingar voru gerðar til Amorim þegar hann tók við af Erik ten Hag en honum hefur ekki tekist að standa undir þeim.
Amorim hefur komið með nýjan leikstíl og kerfi inn hjá United sem leikmenn liðsins hafa ráðið illa við.
United hefur skorað 30 mörk í þessum tuttugu leikjum en fengið á sig tveimur mörkum meira.
📊 | Rúben Amorim's first 20 #mufc fixtures:
10 wins ✅
2 draws 🤝
8 losses ❌30 goals scored ⚽️
32 goals conceded 🥅 pic.twitter.com/ITf4vSifPi— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 11, 2025