Trent Alexander-Arnold er byrjaður að æfa með leikmannahópi Liverpool á nýjan leik eftir meiðsli.
Bakvörðurinn meiddist í 0-2 sigri Liverpool á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrir tíu dögum síðar. Í kjölfarið missti hann af leikjum gegn Tottenham í deildabikarnum og Plymouth í bikarnum.
Trent æfði hins vegar í dag fyrir nágrannaslaginn gegn Everton annað kvöld, en um er að ræða frestaðan leik. Liverpool getur aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í 9 stig með sigri.
Framtíð Trent hefur mikið verið í umræðunni á leiktíðinni. Hann verður samningslaus á Anfield í sumar og má þá fara frítt, skrifi hann ekki undir nýjan samning. Kappinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid.