fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 18:30

Sam Kerr og Kristie Mewis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Sam Kerr, sem er á mála hjá Chelsea, var í dag sýknuð fyrir rétti af ásökunum um kynþáttaníð í garð lögreglumanns.

Málið á rætur sínar að rekja til janúar 2023. Kerr, sem er ein besta knattspyrnukona heims, og kærasta hennar Kristie Mewis, sem einnig er knattspyrnukona, lentu upp á kant við leigubílstjóra í London.

Meira
Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Höfðu þær verið úti að skemmta sér og ætluðu þær að taka leigubíl heim. Á leiðinni kastaði önnur þeirra hins vegar upp í bílnum og krafði leigubílstjórinn þær um sérstakt gjald vegna þess. Áttu þær að hafa neitað.

Leigubílstjórinn hringdi því á lögregluna og í stað þess að fara með þær heim fór hann á næstu lögreglustöð. Á leiðinni þangað braut parið rúðu og vann skemmdir á skilunum sem gjarnan eru milli bílstjóra og farþega í leigubílum.

Sam Kerr fagnar marki. Mynd/Getty

Kerr taldi að leigubílstjórinn hafi haldið henni og Mewis gegn vilja þeirra og sagði að þær hafi verið hræddar. Á lögreglustöðinni lét hún lögreglumenn heyra það fyrir að taka máli þeirra ekki trúanlega, eins og heyra má af upptöku á búkmyndavél lögreglumannsins Stephen Lovell.

„Þið eruð fokking heimskir og hvítir. Ég skal horfa í augun á þér og segja þetta, þið eru svo fokking heimskir,“ sagði hún meðal annars.

Kerr var þó sýknuð í dag. Útskýrði hún til að mynda fyrir réttarsal að leigubílstjórinn hafi meinað henni að hafa bílrúðuna opna er hún þurfti að kasta upp. Ítrekaði hún þá henni og Mewis hafi liðið eins og verið væri að halda þeim í bílnum gegn þeirra vilja.

Þvertók Kerr þá fyrir kynþáttaníð í garð lögreglu. Öllu heldur vill hún meira að öðruvísi hafi verið komið fram við hana vegna húðlits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford hefur ekki neinn áhuga á að fara í stríð við United með Sancho

Rashford hefur ekki neinn áhuga á að fara í stríð við United með Sancho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fljótur að eyða aðgangi sínum á stefnumótaforriti eftir að málið fór í fréttirnar

Fljótur að eyða aðgangi sínum á stefnumótaforriti eftir að málið fór í fréttirnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pirraður og reiður eftir komu Rashford sem gerði stöðu hans erfiða

Pirraður og reiður eftir komu Rashford sem gerði stöðu hans erfiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn skömmu fyrir stórleik í Meistaradeildinni

Rekinn skömmu fyrir stórleik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum
433Sport
Í gær

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“