Donyell Malen er sagður pirraður og reiður hjá Aston Villa nú aðeins nokkrum dögum eftir að félagið gekk á kaupum á honum frá Borussia Dortmund.
Malen gekk í raðir Villa í janúar en var ekki skráður í hóp félagsins í Meistaradeild Evrópu.
Ástæðan var sú að undir lok gluggans fékk Aston Villa hinn öfluga Marcus Rashford lánaðan frá Manchester United.
Unai Emery gat bara skráð þrjá nýja leikmenn inn í Meistaradeildarhópinn og kaus að skilja Malen eftir.
Rashford var skráður en einnig Axel Disasi og Marco Asensio sem einnig komu í janúar. Athletic segir að Malen sé verulega pirraður.
Malen spilaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Dortmund á síðustu leiktíð en mun núna þurfa að sitja upp í stúku.