Það vita allir í fótboltanum að Arsenal er að leita að framherja og nú hefur komið í ljós að Diogo Jota framherji Liverpool er á lista hjá þeim.
Anfield Watch fjallar um málið og segir að Arne Slot sé klár í að selja Jota.
Jota hefur verið talsvert meiddur hjá Liverpool og ekki náð að festa sig í sessi hjá Liverpool sem lykilmaður.
Hann er 28 ára gamall og hefur gert vel hjá Liverpool en félagið virðist tilbúið að losa sig við hann.
Jota gæti horft til þess að fara í sumar en Coady Gakpo og Darwin Nunez hafa verið að leiða línuna undanfarnar vikur.