Dejan Lovren fyrrum leikmaður Liverpool telur að Mo Salah sé mjög nálægt því að fara frá félaginu, hann telur að Salah upplifi hlutina þannig að félagið beri ekki nógu mikla virðingu fyrir honum.
Salah verður samningslaus í sumar líkt og Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk og er framtíð þeirra í lausu lofti.
„Salah telur að félagið hafi ekki gert nóg, ég vona að þetta lagist. Hann er nær því að fara en að vera áfram,“ sagði Lovren.
„Ég tel að félagið beri ekki næga virðingu fyrir honum, ekki eins mikla virðingu og hann á skilið.“
„Hann elskar Liverpool og hann elskar Liverpool. Hann er mikilvægur hlekkur og hefur horft til þess að hætta hjá Liverpool.“
Fari svo að Salah fari frá Liverpool er talið næstum öruggt að hann haldi í ævintýri til Sádí Arabíu.