Fjölmenni er nú við útför Denis Law sem lést 84 ára gamall á dögunum, hann er goðsögn í sögu enska fótboltans.
Law byrjaði feril sinn hjá Huddersfield en hann er þekktastur fyrir afrek sín hjá Manchester United.
Hann vann ensku deildina í tvígang með United og var hluti af liðinu sem vann Evróputitil.
Law var kjörinn besti leikmaður í heimi árið 1964 þegar hann vann Ballon d’Or, er hann sá eini í sögunni frá Skotlandi sem hefur unnið þau verðlaun.
Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri United og margir fyrrum leikmenn félagsins voru mættir í útför Law í dag sem fram fór í miðborg Manchester.
Þarna mátti sjá Ruud van Nistelrooy, Gary Neville, Paul Scholes, Wayne Rooney og allt aðallið félagsins í dag.
Senior Utd players #mufc pic.twitter.com/RuDZqQTcyH
— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) February 11, 2025