Andi Lucas Guðjohnsen framherji Gent í Belgíu minnti á sig um helgina í dramatísku 3-3 jafntefli gegn Mechelen í úrvalsdeildinni þar í landi.
Andri kom til Gent fyrir tímabilið en hefur verið inn og út úr liðinu undanfarið.
Hann kom inn af bekknum eftir tæpan klukkutíma um helgina og minnkaði muninn í 3-2 fyrir Gent með laglegu marki, liðið jafnaði skömmu síðar.
Mark Andra kom á 84 mínútu en hann reif hátt upp í loftið og stangaði knöttinn í netið.
Markið laglega má sjá hér að neðan.
👤 Andri Lucas Guðjohnsen (f.2002)
🇧🇪 Gent
🆚 Mechelen🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/KDGd7ghMMD
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 10, 2025