Jude Bellingham, einn fremsti knattspyrnumaður heims, er enn skráður á stefnumótaforritið Raya, þrátt fyrir að vera kominn í samband með Ashlyn Castro.
Ensku götublöðin vekja nú athygli á þessu, en samband þeirra hefur vakið athygli. Enski landsliðsmaðurinn, sem spilar með Real Madrid, á að hafa kynnt Castro fyrir foreldrum sínum á dögunum.
„Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá að Jude væri enn virkur á Raya. Vonum að hann hafi bara gleymt sér,“ segir heimildamaður enska götublaðsins The Sun.
Castro er með um 200 þúsund fylgjendur á Instagram reikningi sínum en hún er áhrifavaldur og hefur einnig starfað sem fyrirsæta.