Unnar Stefán Sigurðsson mun láta af störfum í stjórn KSÍ á ársþingi sambandsins eftir tæpar tvær vikur. Börkur Edvarsson mun koma inn í hans stað en sjálfkjörið er í stjórnina að þessu sinni.p
Fjórir eru í framboði um þau fjögur sæti sem verða í boði að þessu sinni.
Börkur lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar síðast haust. Börkur hafði unnið sjálfboðastarf fyrir Val í 21 ár.
Börkur hefur verið mjög áberandi í íslensku knattspyrnulífi á þessum tími og átt stóran þátt í að byggja upp þá velgengni sem Valur hefur séð síðustu ár.
Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna í stjórn KSÍ lýkur á 79. ársþingi KSÍ 22. febrúar nk.:
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Helga Helgadóttir
Tinna Hrund Hlynsdóttir
Unnar Stefán Sigurðsson
Eftirtalin hafa boðið sig fram til stjórnar:
E. Börkur Edvardsson
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Helga Helgadóttir
Tinna Hrund Hlynsdóttir