Manchester United mun fara á eftir Viktor Gyökeres, framherja Sporting, í sumar samkvæmt Independent.
Svíinn hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims, þar á meðal United, undanfarið. Hann er að eiga annað ótrúlegt tímabil í Portúgal og er þegar kominn með 30 mörk í öllum keppnum.
Samkvæmt Independent undirbýr United sig undir það að sækja Gyökeres í sumar, en það hafa verið mikil vandræði á sóknarmönnum liðsins á leiktíðinni.
United losaði sig þá við Marcus Rashford í janúar en fékk engan í hans stöðu í staðinn. Spilar þar inn í að félagið er með það á bak við eyrað að sækja Gyökeres í sumar.