fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 07:00

Ansu Fati Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansu Fati, leikmaður Barcelona, var ekki valinn í leikmannahóp liðsins gegn Sevilla í gærkvöldi.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Fati er ekki valinn en um er að ræða fyrrum undrabarn liðsins.

Fati er enn ungur og fagnar 23 ára afmæli sínu á þessu ári en hann spilaði fyrst fyrir Barcelona árið 2019.

Hansi Flick, stjóri Börsunga, var spurður út í fjarveru leikmannsins og hafði athyglisverða hluti að segja.

,,Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að Ansu Fati var ekki með okkur í kvöld,“ sagði Flick en hans menn unnu 4-1 sigur.

,,Ég hef rætt við hann beint. Hann er að leggja sig fram og er að komast nær liðinu.“

Fati hefur komið við sögu á tímabilinu en hann hefur spilað átta leiki án þess að skora.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír stórir bitar orðaðir við Arsenal – Myndu kosta fleiri tugi milljarða

Þrír stórir bitar orðaðir við Arsenal – Myndu kosta fleiri tugi milljarða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki eins slæmt og óttast var

Ekki eins slæmt og óttast var
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd

Ansi þægilegt fyrir Arsenal og Villa – Framlengt í Madríd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar segir íslensku þjóðinni að búa sig undir breytingar

Arnar segir íslensku þjóðinni að búa sig undir breytingar