fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plymouth, botnlið ensku B-deildarinnar, vann magnaðan 1-0 sigur á Liverpool í 4. umferð enska bikarsins í gær.

Skotinn Ryan Hardie skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum snemma í seinni hálfleik og Plymouth, með íslenska landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson, hélt út.

Eðlilega var mikið stuð á Home Park, heimavelli Plymouth, í gær og skutu stuðningsmenn létt á Arne Slot, stjóra Liverpool.

„Rekinn á morgun,“ sungu þeir, eins og gjarnan er sungið um stjóra sem hafa verið að standa sig illa eða eru taldir valtir í sessi.

Það verður auðvitað ekki sagt um Slot, sem tók við Liverpool í sumar og er að gera frábæra hluti. Liðið er langefst í ensku úrvalsdeildinni, hafnaði efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er komið í úrslit deildabikarsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar
433Sport
Í gær

Gerrard gæti tekið sama skref og tvær enskar goðsagnir

Gerrard gæti tekið sama skref og tvær enskar goðsagnir
433Sport
Í gær

Segir að Mbappe sé að eyðileggja fyrir Vinicius

Segir að Mbappe sé að eyðileggja fyrir Vinicius