Samkvæmt El Nacional þá hefur Liverpool áhuga á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong sem spilar með Barcelona.
De Jong verður samningslaus sumarið 2026 en í gær var greint frá því að Börsungar vildu framlengja þann samning.
El Nacional segir að Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, hafi fengið fyrirspurn í leikmanninn frá Liverpool.
De Jong myndi ekki reynast of dýr í sumar en hann er líklega fáanlegur fyrir um 33 milljónir punda.
Arne Slot, stjóri Liverpool, er aðdáandi leikmannsins en hann er hollenskur líkt og De Jong.