Jakov Jelkic, 24 ára gamall knattspyrnumaður, fannst látinn á Alicante á dögunum. Yfirvöld þar sem og félag hans, FC Granges-Paccot í svissnesku C-deildinni, staðfesta þetta.
Jelkic sást síðast með vinum sínum á næturklúbbi á Alicante. Hans lið hafði unnið mót á Spáni og var verið að fagna.
Fólk í kringum hann fór að verða áhyggjufullt þegar Jelkic sneri ekki aftur upp á hótel og var síðar staðfest að hann hafi fundist látinn í höfn á Alicante. Talið er að hann hafi látist af slysförum.
„Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá andláti Jakov. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum og öllum í kringum hann,“ segir í tilkynningu Granges-Paccot.
„Minning hans lifir að eilífu í hjörtum okkar. Hann var vinur, liðsfélagi og okkur öllum innblástur. Hvíldu í friði.“
Kveðjum frá önnur félögum, sér í lagi í Sviss, hefur í kjölfarið ringt inn.