Marcus Rashford þreytti frumraun sín með Aston Villa í gær eftir að hann kom til félagsins á láni frá Manchester United.
Rashford var í klípu hjá Manchester United og komst ekki lengur í hóp en hann fær nú tækifæri til að koma sér af stað á nýjan leik.
Jason Sancho sem er í láni frá United hjá Chelsea virðist skilja hvernig Rashford líður.
„Frelsi,“ skrifar Sancho við færslu hjá Rashford á Instagram en ummæli Sancho fara ekki vel í stuðningsmenn United.
Sancho sýndi ekki sitt rétta andlit hjá United en Chelsea þarf að kaupa hann næsta sumar frá United.