Ummæli Jadon Sancho undir færslu Marcus Rashford á Instagram í gær hefur vakið athygli.
Rashford kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa eftir að hann gekk í raðir félagsins á láni frá Manchester United í sigri á Tottenham í enska bikarnum í gær.
Eftir leik þakkaði hann fyrir móttökurnar á Villa Park og þar undir svaraði Sancho, fyrrum liðsfélagi hans sem yfirgaf United fyrir Chelsea síðasta sumar.
„Frelsi,“ skrifaði Sancho og gerði marga stuðningsmenn United bálreiða.
Rashford var algjörlega úti í kuldanum á Old Trafford eftir að Ruben Amorim tók við sem stjóri. Þá olli Sancho miklum vonbrigðum í leikhúsi draumanna sömuleiðis.