Flamengo í Brasilíu er að reyna að fá Casemiro frá Manchester United á láni og hefur enska félagið tekið vel í þá hugmynd.
Casmiero virðist ekki eiga neinn möguleika á því að fá tækifæri hjá United eftir að Ruben Amorim tók við liðinu.
Casemiro er á þriðja tímabili sínu á Old Trafford, hann var frábær fyrsta árið en hefur ekki haldið takti.
Ef Casemiro færi til Flamengo myndi United sjá um stærstan hluta af launapakka hans áfram.
Þetta gæti hins vegar verið tækifæri fyrir Casemiro að fara heim á leið og njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik.
🚨 | Flamengo have approached #mufc to sign Casemiro on loan.#mufc have agreed to let him leave and are ready to cover a large part of his salary.
[@jorgenicola/@Sport_Witness] pic.twitter.com/d5IiZnhXiq
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 10, 2025