Eins og flestir vita nú henti Plymouth, botnlið ensku B-deildarinnar, Liverpool úr leik í 4. umferð ensku bikarsins í gær.
Skotinn Ryan Hardie skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum snemma í seinni hálfleik og Plymouth, með íslenska landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson innanborðs, hélt út gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.
Einn stuðningsmaður Plymouth virðist bera sterkar taugar til Liverpool og lét sérhanna fyrir sig treyju fyrir leikinn.
Helmingurinn var Liverpool treyja og hinn helmingurinn var með liði hans Plymouth.
„Ætti skilið að fara í bann frá vellinum,“ skrifar einn aðili um málið og margir taka í sama streng.
Treyjuna má sjá hér að neðan.
This is just absolutely criminal
Genuinely deserves a stadium ban🤢🤢🤢 pic.twitter.com/Yx7xqhU655
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) February 9, 2025